Créme brulée (Erlu uppskrift)
6 eggjarauður og einn bolli sykur pískað saman. Hálfur lítri rjómi og ein vanillustöng (skafið innan úr henni) blandað saman og hitað upp að suðu. Þessu hellt varlega saman við eggjablönduna og sett í litlar skálar og bakað í vatnsbaði í ofni við 175 gráður þangað til þetta er orðið stinnt.
Látið kólna. Perlusykri stráð yfir og brennt með gasbrennara.
Þetta er alvöru Créme brulée.
Verði ykkur að góðu