sunnudagur, maí 17, 2009

Créme brulée (Erlu uppskrift)

6 eggjarauður og einn bolli sykur pískað saman. Hálfur lítri rjómi og ein vanillustöng (skafið innan úr henni) blandað saman og hitað upp að suðu. Þessu hellt varlega saman við eggjablönduna og sett í litlar skálar og bakað í vatnsbaði í ofni við 175 gráður þangað til þetta er orðið stinnt.
Látið kólna. Perlusykri stráð yfir og brennt með gasbrennara.

Þetta er alvöru Créme brulée.

Verði ykkur að góðu

Sesamkjúklingur

Kjúklingabringur (ein á mann)
Hunang
Sesamfræ
Salt og pipar
Bökunarkartöflur (eina á mann)
Ferskur graslaukur
Hvítlaukur

Sesamfræin eru ristuð á sjóðheitri pönnu þangað til þau varða gullinbrún á litinn. Þá er hunanginu bætt út í ásamt söxuðum graslauk og hvítlauk og látið malla saman örstutt. Kjúklingabringurnar kryddaðar með salti og pipar. Síðan er þeim velt upp úr hunagsblöndunni og grillaðar 7-10 mínútur á hvorri hlið. Nauðsynlegt að fylgjast vel með grillinu því hunangið getur brunnið. Gott að skilja eftir af blöndunni og smyrja aftur yfir bitana eftir grillunina.

Grænmetisblandan samanstendur af: Sætum kartöflum, kúrbít, rauðri papriku, rauðlauk, hvítvínsedik og smá sykur (ein msk)
Þetta er sett á pönnu með ólífuolíu og gljáð þangað til meyrnar.

Verði ykkur að góðu.

Web Counter
Free Web Site Counter