föstudagur, janúar 01, 2010

Humarsúpa creamie

Þessa hef ég alltaf i forrétt á áramótum.

1 kg humarhalar - mega vera litlir.
10 gulrætur rifnar niður
10 hvítlauksrif
1 stór laukur smátt saxaður
200 gr smjör
1 líter rjómi
steinselja
paprika
2 dósir tómatpúrre
3 fisksoðteningar
2 msk hummerfest
hvítvíns 1/2 desilíter
koníak 1/2 desilíter
svartur nýmulinn pipar eftir þörfum

Ég set 1.5 lítra af vatni og læt suðuna koma upp á humrinum. brýt svo skelina og hreinsa fiskinn úr. Set svo aftur skeljarnar út í soðið og læt malla í 1-2 klst. Þá eru skeljarnar síaðar frá og soðið notað sem grunnur í súpuna.
Gulræturnar rifnar út í soðið og látið sjóða upp. Öllu kryddinu ásamt lauk og smjöri er blandað út í og látið sjóða með. Humrinum og rjómanum bætt út í og látið sjóða upp. Tómatpúrrunni bætt við og suðan látin koma upp. Bragðbætt með hummerfest og hvítvíni.
Í restina er koníakinu bætt við og ekki látið sjóða eftir það.
Borið fram með þeyttum rjóma.
Þetta finnst mínu fólki lostæti.

Verði ykkur að góðu sem prófið.

Web Counter
Free Web Site Counter