föstudagur, janúar 01, 2010

Humarsúpa creamie

Þessa hef ég alltaf i forrétt á áramótum.

1 kg humarhalar - mega vera litlir.
10 gulrætur rifnar niður
10 hvítlauksrif
1 stór laukur smátt saxaður
200 gr smjör
1 líter rjómi
steinselja
paprika
2 dósir tómatpúrre
3 fisksoðteningar
2 msk hummerfest
hvítvíns 1/2 desilíter
koníak 1/2 desilíter
svartur nýmulinn pipar eftir þörfum

Ég set 1.5 lítra af vatni og læt suðuna koma upp á humrinum. brýt svo skelina og hreinsa fiskinn úr. Set svo aftur skeljarnar út í soðið og læt malla í 1-2 klst. Þá eru skeljarnar síaðar frá og soðið notað sem grunnur í súpuna.
Gulræturnar rifnar út í soðið og látið sjóða upp. Öllu kryddinu ásamt lauk og smjöri er blandað út í og látið sjóða með. Humrinum og rjómanum bætt út í og látið sjóða upp. Tómatpúrrunni bætt við og suðan látin koma upp. Bragðbætt með hummerfest og hvítvíni.
Í restina er koníakinu bætt við og ekki látið sjóða eftir það.
Borið fram með þeyttum rjóma.
Þetta finnst mínu fólki lostæti.

Verði ykkur að góðu sem prófið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Web Counter
Free Web Site Counter