Jahjarna.........!
Það hafa alltaf verið til matvinnsluvélar í eldhúsum. Hér áður fyrr kölluðum við þær bara; mamma!
Sue Berkman
Ýmislegt úr pokahorni matargatsins
Það hafa alltaf verið til matvinnsluvélar í eldhúsum. Hér áður fyrr kölluðum við þær bara; mamma!
Ekki henda roðinu. Ef þú ert einn þeirra sem kaupir hertan steinbít og hendir roðinu, þá vil ég benda þér á snilldar aðferð. Klipptu það í litla búta og stingdu því í örbylgjuofninn. Eftir ca. mínútu er það búið að rúllast upp og orðið stökkt.
Silungur er ekki bara soðning eins og ég hélt einu sinni. Silungur og þá helst sjógenginn er eitthvað besta hráefni í sælkeraveislu sem völ er á.