laugardagur, apríl 02, 2005

Kóngamatur

Lærði þetta af mömmu.Henni gekk víst ekkert of vel að koma ofaní okkur fiski svo hún matreiddi hann svona og kallaði hann kóngamat. Þetta var ótrúlega gott fannst manni og ekki spillti nafnið.
Fiskur er hakkaður nýr eða afgangur frá deginum áður. Líka er hakkaður laukur, einn laukur á móti hálfu kílói af fiski. Hrært saman í hrærivél ásamt eggjum, þrjú egg á hálft kíló. Hálfur bolli af haframjöli og hálfur bolli af hveiti (má auka við hveitið til að þykkja) Þetta er svo kryddað með salti, fiskikryddi, þriðja kryddi, og smá pipar.Úr þessu verður gulleit blanda sem er steikt í þunnum sneiðum í smjörlíki. Þetta þarf að steikjast nokkuð vel eða þar til þetta verður gullinbrúnt á litinn með stökkri skorpu.Berist svo farm með soðnum kartöflum og sméri ásamt kokkteilsósu.
Þetta bragðast ótrúlega vel.
Verði ykkur að góðu sem prófið.

Web Counter
Free Web Site Counter