sunnudagur, maí 17, 2009

Sesamkjúklingur

Kjúklingabringur (ein á mann)
Hunang
Sesamfræ
Salt og pipar
Bökunarkartöflur (eina á mann)
Ferskur graslaukur
Hvítlaukur

Sesamfræin eru ristuð á sjóðheitri pönnu þangað til þau varða gullinbrún á litinn. Þá er hunanginu bætt út í ásamt söxuðum graslauk og hvítlauk og látið malla saman örstutt. Kjúklingabringurnar kryddaðar með salti og pipar. Síðan er þeim velt upp úr hunagsblöndunni og grillaðar 7-10 mínútur á hvorri hlið. Nauðsynlegt að fylgjast vel með grillinu því hunangið getur brunnið. Gott að skilja eftir af blöndunni og smyrja aftur yfir bitana eftir grillunina.

Grænmetisblandan samanstendur af: Sætum kartöflum, kúrbít, rauðri papriku, rauðlauk, hvítvínsedik og smá sykur (ein msk)
Þetta er sett á pönnu með ólífuolíu og gljáð þangað til meyrnar.

Verði ykkur að góðu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Web Counter
Free Web Site Counter