fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Besti forréttur á jarðríki....

Segir Stefán Jón Hafstein..
Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en í mínum eyrum hljómar þetta eins og fegurstu tónar. Ég á eftir að prófa þetta, með vorinu, eða um leið og ég stend með hann nýveiddan í höndunum.

Og þá er það uppskriftin. Hún er eiginlega engin uppskrift, heldur ,,and-uppskrift". Hér er nefnilega lagt til að fiskurinn sé EKKI eldaður. Tekin er nýveiddur laxfiskur. Borðaður hrár. Hann má ekki vera of nýveiddur, því eftir að bráðin hefur verið aflífuð verður hún að taka sig í ca 8 tíma, en auðvitað í kæli. Búðarfiskur er tilbúinn.
Flakið. Skerið hold í ræmur, svo sem fingurþykka bita. Auðvelt er að skera þunnar ræmur af holdi fisksins þar sem flakið liggur með roðið niður.
Leggið fallega á disk. Nú vantar lítið. Kikkoman sojasósa er góð með. Sumir þurfa ekkert meira. Hellið slatta af sósunni á diskinn við hlið fiskbitanna, eða hafið sósuna í hliðarskál.
Til að gera þetta að öruggum veislumat má kaupa hráan engifer í dós og hafa með (þunnar bleikar sneiðar í litlum krúsum í góðum mörkuðum). 3-4 slíkar á diskinn hjálpa mikið.
Og þá er aðeins eitt eftir: japönsk piparrót.... Hægt er að kaupa duft í litlum krúsum sem er hrært varlega saman við vatn. Þetta heitir Wasabee. Þetta er gríðarsterkt á bragðið svo flestum nægir að hræra saman vatn og eina teskeið af dufti á mann. (Ég Erling mun hafa þetta í miklu hófi)
Nú er hægt að slá upp mikilli veislu sem aldrei klikkar: Hrár lax eða silungur, engifer, piparrót á japanska vísu (Wasabee) og soja.

Góða skemmtun!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Web Counter
Free Web Site Counter