mánudagur, febrúar 07, 2005

Hálfgert Mousaka

Saxaðu niður grænmeti. T.d. slatta af hvítkáli, blómkáli, papriku, sveppum, einn lauk og hálfan til heilan hvítlauk (ég er ekki að tala um hvítlauksrif heldur laukinn allan, fer eftir hvítlaukssmekk, spara hann ekki sjálfur). Kryddaðu þetta aðeins með salti og pipar. Settu þetta á heita pönnu með ólífuolíu. Steiktu í svona 5 mínútur. Taktu þetta þá frá í bili. Steiktu síðan 4-5 egg og taktu þau líka frá. Steiktu síðan nautahakk 0.5 – 1 kíló eftir fjölda. Kryddaðu hakkið með salti og piparblöndu eða svörtum pipar (hakkið þarf að smakka til).

Þegar hakkið er steikt raðarðu eggjunum yfir það á pönnunni og hellir síðan grænmetisblöndunni þar ofan á. Síðan hellirðu hálfum til einum pela af rjóma yfir og þekur með osti.
Þetta þarf síðan að malla í nokkrar mínútur með lokinu á eða þangað til osturinn hefur bráðnað ofaní.
Berist fram á pönnunni.

Þetta er fljótlegur og mjög bragðgóður hversdagsmatur.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flott síða hjá þér mágur sæll!
Við höfum oft svona svipaðann mat hjá okkur (ekki alveg svona mikill hvítlaukur)
Við köllum þetta pönnumat en strákarnir kalla það SLYS Á PÖNNU!!!
kveðja, Sirrý litla

3:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Web Counter
Free Web Site Counter