fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Heimsklassi

Það var haldin heimsmeistarakeppni matreiðslumanna í Perlunni fyrir tveimur árum. Í framhaldinu staldraði sá sem vann keppnina við á Argentínu steikhúsi á Barónsstíg og kokkaði þar dýrindis máltíðir. Við hjónin fórum og fengum að smakka á þessum snilldarréttum hans.
Við fengum forrétt sem heillaði mig algerlega. Ég reyndi að pikka upp hvað þetta væri og hef í tvígang haft svona á borðum hjá okkur.

Það sem þarf í þetta er:

Nokkrar risahörpuskeljar, eftir fjölda (3 á mann)
Rauðbeður
Hvítlaukur
Vanillukrem
Paprika
Salatblöð

Að morgni veisludags þarf að leggja hörpudiskinn í hvítlauk (mikinn) og láta hann liggja allan daginn í honum.
Rauðrófur (stórar sneiðar) jafnmargar fisknum eru látnar liggja yfir daginn í lögg af Grand Mariner líkjör.
Þegar líður að eldamennsku þá er fyrst að blanda saman hunangi og Grand Mariner og steikja rauðrófurnar uppúr blöndunni á pönnu.
Síðan er soðið sem verður á pönnunni þykkt með maís sósuþykki (úr verður rauðleit sósa).
Hörpudiskurinn er svo snöggsteiktur upp úr smjöri með hvítlauknum.

Þessu er raðað á heitan disk þannig að einn fiskur fer ofan á hverja rauðrófu. Sósan sett yfir og til hliðar. Vanillukremið (kalt) til hliðar og sneydd paprika og salatblað með.

Verði ykkur að góðu.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vil bara votta að þessi forréttur er nánast himneskur, hann er svooooo góður. Ummmmmm, ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina.
Prófið hann endilega
Erla

2:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Web Counter
Free Web Site Counter